Loading...
Gefðu-Von-Suluwesi-Indónesía
Gefðu Von2019-01-18T13:14:58+00:00

Gefðu von – Indónesía

Þann 28. september síðastliðinn reið jarðskjálfti af stærðinni 7.5 á richter yfir Sulawesi á Indónesíu og hefur Joko Widodo, forseti Indónesíu kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Á eftir jarðskjálftanum fylgdi flóðbylgja sem er talin að hafa verið allt að sex metra há.

Strax var ljóst að eyðileggingin væri gríðarleg og síðustu daga hafa fréttir af dauðsföllum rignt yfir heimsbyggðina. Enn eru mörg svæði rafmagnslaus og erfitt að ná sambandi. Staðfest dauðsföll eru nú komin yfir 1700.

Þörfin fyrir hjálp er mikil. Spítalar, vegir og flugvellir eru margir hverjir skemmdir og/eða ónýtir. Yfir 200.000 manns þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda og er það markmið þessarar söfnunar að safna fyrir vatni sem fer til þeirra svæða sem komu verst út úr hamförunum. Borgirnar Palu og Donggala eru báðar í sárri þörf á hreinu vatni.

Talið er að lífsskilyrði verði dræm og fjöldi látinna aukist áfram ef ekkert verður að gert. Við Íslendingar höfum sem betur fer aldrei þekkt vatnsskort, en það þýðir samt ekki að hann komi okkur ekki við. Þess þá heldur kemur hann okkur enn frekar við. Tökum höndum saman og gefum vatn, gefum fólki von og gefum fólki tækifæri á að byggja upp líf sitt.

Styrkja með millifærslu
Styrkja með kreditkorti

Markmið

Nú þegar hefur JCI Indónesíu hafist handa og tekið virkan þátt í skipulagningu björgunarstarfs. Eitt þeirra fyrsta verk var að verða sér úti um risastórt flutningaskip sem gerir þeim kleift að koma nauðsynjum á staðinn þar sem vegir og flugvellir eru ýmist ófærir eða skemmdir. Það er okkar markmið hér heima að við Íslendingar látum okkar hjálp ekki vanta. Allt fé sem safnast í þessari söfnun fer beint í að koma vatni og öðrum nauðsynjum á þennan bát sem fyrst.

Eftir miklar hamfarir eins og þessar getur verið erfitt að nálgast hreint vatn í miklum mæli. Ísland hefur ákveðið forskot í þessum málum og höfum við verið dugleg að flytja vatnið okkar erlendis. JCI á Íslandi hefur nú þegar staðsett gríðarlegt magn af íslensku vatni í nágrannalöndum Indónesíu, sem hægt væri að kaupa og flytja á staðinn verði ekki hægt að fjárfesta í vatni á staðnum. Við þökkum Icelandic Glacial sérstaklega fyrir alla þá aðstoð og liðleika sem þeir hafa sýnt verkefninu.

Staðan á verkefninu

Fréttir af stöðu verkefnisins.

Kiwanis styrkir verkefnið

Staðan á verkefninu 80%

Video

JCI ÍslandJCI eru frjáls félagasamtök sem eru rekin af ungu fólki sem vilja skapa jákvæðar breytingar í samfélaginu. Við störfum í yfir 100 löndum með rúmlega 200.000 félagsmenn. Félögin eru öll rekin án hagnaðar.

JCI á heimsvísu hefur haldið tugþúsundir verkefna um allan heim. Hér fyrir neðan má sjá hvernig JCI Japan með hjálp alþjóðasamfélagssins bjargaði þúsundum eftir skjálfann 2011.

Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór Sigurjónsson verkefnastjóri í gegnum netfangið gefduvon@jci.is eða í síma 841-9995.

Við þökkum stuðninginn.